Býðst til að segja af sér vegna nektarmynda

Elizabeth Wong.
Elizabeth Wong. Reuters

Elizabeth Wong, þingmaður stjórnarandstöðunnar í Malasíu, hefur boðist til að segja af sér eftir að nektarmyndum, þar sem hún sést sofa nakin, hafði verið dreift af henni í gegnum farsíma.

Wong, sem er ein af helstu mannréttindafrömuðum Malasíu, sakar stjórnvöld um að draga stjórnmálin ofan í ræsið með því að birta myndirnar.

Fram kemur í þarlendum dagblöðum að fyrrverandi kærasti hennar hafi tekið myndirnar.

Malasía er mjög íhaldssamt samfélag og hafa karlkyns stjórnmálamenn gagnrýnt Wong harðlega, en hún er einhleyp og afar sjálfstæð.

„Ég vil taka það fram að ég skammast mín ekki fyrir kynferði mitt, sem einhleyp kona,“ sagði Wong, sem er 37 ára gömul, á tilfinningaríkum blaðamannafundi.

„Ég hef ekki brotið nein lög. Ég stend við meginreglu í lýðræðisríki að allir eigi rétt á sínu einkalífi,“ segir hún.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert