Ástralir ósáttir við hvalveiðar Íslendinga

Umhverfisráðherra Ástralíu, Peter Garrett, er afar ósáttur við að Ísland og Noregur hafi ákveðið að rýmka hvalveiðikvótann sinn í ár. Hann hvetur til þess að veiðarnar verði aflagðar.

Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, gaf fyrir skömmu út reglugerð um veiðikvóta á 150 hrefnum og 150 langreyðum til næstu fimm ára. Þegar Steingrímur J. Sigfússon tók við embættinu ætlaði hann að endurskoða ákvörðunina en sagðist skömmu síðar ekki geta snúið henni við.

Á síðasta ári ákváðu Norðmenn að miða sinn veiðikvóta við yfir 1.000 hrefnur, sem er fjölgun um 250 frá því árið 2006.

„Við hvetjum ríkisstjórnin Íslands og Noregs til að hætta hvaleiðum í atvinnuskyni undir eins,“ sagði Garrett og segist ætla að skrifa Steingrími bréf og hvetja hann til að endurskoða hvalveiðikvótann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert