Duke Ellington á 25 centa mynt

Bandaríski jassleikarinn Duke Ellington eða Edward Kennedy Ellington prýðir nýja sláttu af 25 centa mynt hjá bandaríkjamönnum.

Tilkynnt var um útgáfu myntarinnar í hófi sem myntslátta Bandaríkjanna efndi til í dag. Þetta er í annað sinn sem blökkumaður er á bakhlið bandarískrar myntar en Ellington er fyrsti blökkumaðurinn sem nýtur þess heiðurs að vera einn á bandarískri mynt. Mynd af þeldökkum þræl, York að nafni, var ásamt tveimur landkönnuðum, Lewis og Clark á bakhlið viðhafnarútgáfu 25 centa myntar fyrir nokkrum árum.

„Þegar Bandaríkjamenn handleika myntina og sjá myndina af Duke Ellington þá munu þeir minnast hans og listar hans,“ sagði Ed Moy forstjóri myntsláttu Bandaríkjanna.

Duke Ellington fæddist í Washington árið 1899 þar sem hann hóf feril sinn sem ragtime- og djasspíanóleikari. hann fluttist rúmlega þrítugur til New York þar sem hann og hljómsveit hans fengu fastan samning á næturklúbbi í miðju Harelm-hverfinu, The Cotton Club. Þar lék Duke ásamt hljómsveit næstu tíu árin. Vinsældir hans jukust jafnt og þétt og var það ekki síst að þakka vikulegum útvarpsþætti, sem sendur var út frá Cotton Club. Vinsældir Ellingtons minnkuðu upp úr síðari heimsstyrjöldinni en undir lok 6. áratugar síðustu aldar endurheimti Ellington vinsældir sínar á ný. Lengri tónsmíðar hans nutu velgengni meðal djassáhugafólks og 1957 tók Ella Fitzgerald upp þriggja hljómplatna verk, Duke Ellington Songbook, með hljómsveit Ellingtons. Hann fékkst líka við kvikmyndatónlist. Á 7. áratugnum átti hann samstarf við ýmsa aðra frumkvöðla djasstónlistar svo sem Count Basie, Coleman Hawkins og John Coltrane. Á sama tíma lék hann mikið um allan heim. Mörg eldri laga hans voru orðin að sígildum smellum sem öfluðu honum tekna. Duke Ellington fékk Heiðursverðlaun Grammýverðlaunanna 1965, Frelsisorðu Bandaríkjaforseta 1969 og varð meðlimur í Frönsku heiðursfylkingunni árið 1973.Duke Ellington lést 24. maí 1974. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
 
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...