Obama dregur úr fjárlagahallanum

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur haft í nógu að snúast.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur haft í nógu að snúast. Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur kynnt fjárlagaætlun næsta fjárlagaárs, sem nemur 3.606 billjónum dala, eða sem nemur 406.000 billjónum kr. Til samanburðar þá gerir fjárlagaáætlun yfirstandandi fjárlagaárs fyrir 3.724 billjónum dala í ríkisútgjöld, eða 420.000 billjónum kr.

Skv. áætluninni er gert ráð fyrir að fjárlagahallinn verði 1.171 billjón, eða 132.000 billjónir kr., fyrir árið 2010. Hins vegar er gert ráð fyrir að hallinn verði 1.750 billjónir dala, eða 197.000 billjónum kr., á þessu fjárhagsári, sem lýkur 30. september nk.

Obama segir að fjárlagaáætlunin dragi upp raunsæja mynd af bandarísku efnahagslífi.

Áætlunni er að ætlað að taka á efnahagsvandanum og gera umbætur í heilbrigðiskerfinu.

Fram kemur að 200 milljarðar dala muni fara í stríðsrekstur Bandaríkjanna í Írak og Afganistan næstu 18 mánuði. Þá verður stofnaður 634 milljarða dala sjóður til 10 ára sem ætlað er að gera miklar umbætur á heilbrigðiskerfi landsins, en þetta er eitt af mikilvægustu loforðum Obama.

Þá hefur Obama farið fram á að 250 milljarðar dala verði settir til hliðar, sem varasjóður, þurfi ríkið að koma bandaríska fjármálakerfinu til bjargar. Nú þegar hafa stjórnvöld lofað að verja 700 milljörðum dala til að aðstoða fjármálalífið í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert