Metfjöldi kvenna á þingi í heiminum

Konur sækja á í þátttöku sinni á þingi víða um …
Konur sækja á í þátttöku sinni á þingi víða um heim Brynjar Gauti

Samkvæmt nýrri könnun Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) situr nú metfjöldi kvenna á þingi eftir kosningar í 54 löndum árið 2008. Að meðaltali eiga konur 18,3% þingsæta í öllum deildum þinganna, sem er 60% aukning frá árinu 1995 þegar kvenþingmenn voru aðeins 11,3%.

Í fyrsta skipti í sögunni eru nú 15% þingdeildir með yfir 30% þingmenn af kvenkyni.  Þar af eru flestar þingdeildirnar í Evrópu eða 40%, en þriðjungur í Afríku og 23% í Suður-Ameríku. Á hinum enda skalans er hinsvegar fjórðungur þingdeilda þar sem konur eiga innan við 10% þingsæta.

Þrátt fyrir að flest virðist benda til þess að hlutur kvenna fari jafnt og þétt vaxandi í þingstörfum á sú þróun ekki við í öllum löndum, því hjá um þingdeilda hefur staða kvenna versnað eða staðnað eftir kosningar á undanförnum 5 árum. „Það er óheppilegt að við skulum ekki sjá framfarir á öllum þingum heimsins,“ segir forseti Alþjóðaþingmannasambandsins, Dr. Theo-Ben Gurirab. „Á sama tíma glæsilegar sóknir hafa unnist víða árið 2008, til dæmis í Afríku þar sem neðrideild Rwanda þings kaus konur í meirihluta, þá er frekari aðgerða þörf í þeim löndum þar sem konur eru að mestu leiti fjarverandi í framkvæmdavaldinu.“

Markmið Sameinuðu þjóðanna er að konur skipi að minnsta kosti 30% þingsæta og hefur því takmarki víða verið náð. Árið 1998 fylltu aðeins sex þingdeildir þennan kvóta og þær voru allar evrópskar. Í dag hefur fjöldi þeirra fjórfaldast þar sem þingdeildir í 24 löndum uppfylla 30 þingkvenna markið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert