Mótmæla handtökutilskipun Alþjóða glæpadómstólsins

Þúsundir tóku þátt í mótmælunum.
Þúsundir tóku þátt í mótmælunum. Reuters

Þúsundir manna tóku þátt í mótmælum í Khartoum, höfuðborg Súdan í dag, til að mótmæla handtökutilskipun Alþjóða glæpadómstólsins í Haag á hendur Omar al-Beshir, forseta Súdan. Er Beshir sakaður um stríðsglæpi í Darfur.  Forsetinn tók sjálfur þátt í útifundinum í Khartoum.

Mótmælin fóru fram með svipuðum hætti og í gær og eiga að sýna stuðning íbúa við Beshir. Alþjóða glæpadómstóllinn sakar Beshir hins vegar um að hafa skipulagt útrýmingarherferð, nauðganir og rán á þeim sex árum sem að átökin í Darfur hafa staðið yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert