Brown neitar að hann beri ábyrgð

Gordon Brown flytur ræðu sína yfir skoska Verkamannaflokknum í Dundee …
Gordon Brown flytur ræðu sína yfir skoska Verkamannaflokknum í Dundee í Skotalndi í dag. DAVID MOIR

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, kallar eftir sterkara siðferði í bankakerfinu og segir fjármálastofnanir verða vinna af heiðarleika til að ná aftur trausti almennings.  Hann kallaði jafnframt eftir því að tímabil „ábyrgðarleysis og óhófs“ sem leitt hafi til þess að efnahagskerfi heimsins hafi nánast hrunið.

Brown lét þessi orð falla í ræðu sem hann hélt yfir skoska Verkamannaflokknum í dag. Hann neitaði því jafnframt að hann bæri sjálfur með beinum hætti ábyrgð á bresku bankakreppunni, þrátt fyrir að undanfarið hafi farið vaxandi þrýstingur um að hann biðjist afsökunar. Hann fullyrti þvert á móti að bankarnir einir bæru ábyrgð fyrir þeirra eigin hruni.

„Í Skotlandi voru bæði þið og ég alin upp við gildi vinnusemi og dugnaðar, framtakssemi og heiðarleika, ráðvendni og ábyrgðarkenndar. Þetta eru þau gildi sem við lifum enn við bæði í fjölskyldulífinu og í vinnunni,“ sagði Brown. „Þetta eru gildi góðs samfélags, og núna þurfa þau líka að verða gildi góðs efnahags. Þetta eru þau gildi sem við þurfum að breiða út meðal bankanna okkar og í fjármálakerfinu. Við þurfum að hreinsa út fyrir fullt og allt því ábyrgðarleysi og óhófi sem flett hefur verið ofan af í öllum heimsálfum.“

Í ræðu sinni staðfesti Brown að hann muni standa fyrir því á efnahagsráðstefnu G20 ríkjanna í næsta mánuði að fjórar nýja grundvallarreglur verði innleiddar í bankageiranum: útrýming skattaskjóla, endalok bónusgreiðslna fyrir skammtíma árangur, reglugerð um heilbrigði alls fjármálakerfisins og samvinna um betra kerfi fyrir alþjóðlegt fjármálaeftirlit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert