Kreppan eftir að koma niður á konum

Atvinnuleysi hefur aukist hratt að undanförnu. Hér sjást atvinnulausir íbúar …
Atvinnuleysi hefur aukist hratt að undanförnu. Hér sjást atvinnulausir íbúar í Sevilla standa í röð fyrir utan vinnumálastofnun þar í borg. Reuters

Atvinnulausum konum gæti fjölgað um allt að 22 milljónir á þessu ári að sögn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Í nýrri skýrslu varar stofnunin við því að þótt kreppan hafi kannski ekki enn komið jafnhart niður á konum á vinnumarkaði þá muni þær ekki sleppa við niðursveifluna.

Kreppan kom fyrst niður á störfum í fjármálageiranum, þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Atvinnuleysi eykst hinsvegar jafnt og þétt í öðrum stéttum líka, að sögn ILO. „Ástandið hefur þróast þannig að aðrir hlutar hagkerfisins eru byrjaðir að verða illa úti, s.s. þjónustugreinar og heildsöluverslun, þar sem konur eru meirihluti starfsmanna í mörgum löndum,“ segir Jeff Johnson, höfundur skýrslunnar.

Eftir því sem kaupmáttur dregst saman minnkar þörfin fyrir mörg týpískt kvennastörf, eins og gengilbeinur og afgreiðslu í verslunum. Alþjóðavinnumálastofnunin hefur sérstakar áhyggjur af konum í þróunarlöndum sem vinna í landbúnaði eða við heimaþjónustu. Þær hafa ekkert öryggisnet og eru sérstaklega berskjaldaðar gagnvart hruni í efnahagslífinu.

Stofnunin spáir því að á heimsvísu muni atvinnulausum fjölga um allt að 51 eina milljón. Hún hvetur ríkisstjórninr til að gæta þess að ný störf sem sköpuð verði með sérstökum efnahagsaðgerðum tryggi sanngjörn laun og félagslegt öryggisnet.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert