Stærsti jarðskjálfti í sögu Noregs

Stærsti jarðskjálfti í sögu Noregs varð á mótum jarðskorpuflekanna á milli Grænlands og Svalbarða í dag. Þetta kemur fram á fréttavef Aftenposten. Jarðskjálftinn, sem mældist 6,5 á Richter varð klukkan 11:50 að staðartíma.

Samkvæmt því sem fram kemur á Aftenposten olli skjálftinn ekki flóðbylgju. Hann hefði hins vegar getað valdið mikilli eyðileggingu hefði hann orðið nær landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert