Tilraun til fjöldamorðs segir lögregla

Fyrir utan herstöðina í Massereene
Fyrir utan herstöðina í Massereene Reuters

Mennirnir sem myrtu tvo breska hermenn og særðu fjóra til viðbótar í herbúðum breska hersins í Massereene á Norður-Írlandi eru hryðjuverkamenn og ætluðu sér að fremja fjöldamorð segir lögreglan á Norður Írlandi. 

Yfirmaður rannsóknarinnar, Derek Williamson, sagði við fréttamenn í dag að árásarmennirnir hafi ekki hætt að skjóta á fórnarlömb sín þrátt fyrir að þau lægju í valnum. „Það er enginn efi í huga mínum að þetta var tilraun til fjöldamorðs," sagði Williamson. 

Árásin var gerð seint í gærkvöldi og eru þrír þeirra særðu alvarlega slasaðir. Tveir þeirra eru hermenn en hinir eru pítsusendlar. Hermennirnir sem létust voru báðir á þrítugsaldri en þeir áttu fljótlega að fara til Afganistan að gegna herþjónustu þar fyrir Bretland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert