Táningar klárari af fiskáti

mbl.is/Valdís

15 ára strákar í Svíþjóð sem borðuðu fisk einu sinni í viku voru þremur árum seinna sex prósentum klárari en aðrir á sama aldri. Ef þeir borðuðu fisk tvisvar í viku voru þeir allt að 12 prósentum klárari en aðrir. Við rannsóknina, sem tæplega 4.000 strákar tóku þátt í, var tekið tillit til efnahags, búsetu, menntunar foreldra, heilsu, hreyfingar og þyngdar.

Kjell Torén, prófessor í Gautaborg, stýrði rannsókninni sem er samvinna vísindamanna við Centre for Brain Repair and Rehabilitation og Háskólans í Gautaborg. Niðurstöðurnar eru í dag birtar í Acta Paediatrica sem er alþjóðlegt vísindarit.

Áður hefur verið leitt í ljós að fiskur hefur jákvæð áhrif á taugakerfið í bæði börnum og fullorðnum. Áhrifanna gætir þegar á fósturstigi borði mamman fisk. Þetta er hins vegar fyrsta rannsóknin á áhrifum fiskáts á táninga.

Ekki er vitað hvaða hlutverki magn fitusýranna gegndi. Þess vegna á að safna nýjum gögnum meðal táninganna. Þá verður spurt um neyslu á feitum fiski annars vegar og mögrum fiski hins vegar. Síðan á að bera niðurstöðurnar saman við gáfnapróf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert