Norðurpóllinn í eigu Dana

Haraldur Örn Ólafsson á Norðurpólnum árið 2000.
Haraldur Örn Ólafsson á Norðurpólnum árið 2000. mbl.is/Einar Falur

Bráðabirgðaniðurstöður sýna að Norðurpóllinn tilheyrir formlega Dönum. Þetta er skoðun kanadísks vísindamanns sem hefur skoðað bráðabirgðaniðurstöðurnar af nýjum jarðfræðirannsóknum á landgrunninu við Norðurpólinn.

Á vefsíðu Jyllands-Posten er greint frá því að vísindamaðurinn Ron McNab hafi í viðtali við kanadísku sjónvarpsstöðina CBC sagt að Danir hefðu ástæðu til að halda því fram að Norðurpóllinn tilheyrði þeim. 

Bandaríkin, Kanada, Rússland, Noregur og Danmörk hafa látið rannsaka hvort hægt sé að skera úr um hverjum Norðurpóllinn tilheyrir. Danir gera tilkall til svæðisins vegna Grænlands.

Sameinuðu þjóðirnar munu endanlega skera úr um málið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Stimplar
...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Lagerhreinsun - stakar stærðir
LAGERHREINSUN stakar stærðir Kr. 3.900.- kr. 3.900.- Laugavegi 178 Sími 551 2070...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...