Nýtt fíkniefni í Svíþjóð

Fíkniefni flæða um heiminn, lögreglumaður athugar hér poka með kókaíni …
Fíkniefni flæða um heiminn, lögreglumaður athugar hér poka með kókaíni sem gert var upptækt á Kanaríeyjum. Reuters

Nýtt fíkniefni, mefedron er sagt er líkjast krakki og er mjög sterkt, breiðist nú út í Svíþjóð, að sögn Svenska Dagbladet. Segjast yfirmenn fíkniefnavarna aldrei hafa séð nýtt efni hasla sér völl jafn hratt.

 Athygli vekur að efnið, sem er hvítt eða ljósgult duft, var ekki sett á lista yfir fíkniefni fyrr en sl. sumar eða ári eftir að fyrst var farið að fjalla um það í Svíþjóð.   Voru þá starfsmenn í heilbrigðiskerfinu farnir að spyrjast fyrir hjá upplýsingasmiðstöð fikniefnavarna vegna skjólstæðinga í vímu og vildu fá að vita hvernig ætti að meðhöndla þá.

 Virka efnið í mefedron nefnist metylmetkatinon og finnst svipað efni einnig í  fíkniefni sem mikið er notað í austanverðri Afríku og nefnist qat. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert