Mun meiri fjárlagahalli

Obama forseti.
Obama forseti. Reuters

Hallinn af bandarísku fjárlögunum verður mun meiri á næstu árum en efnahagsráðgjafar Baracks Obamas Bandaríkjaforseta ráðgerðu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn vestanhafs.

Þannig verður uppsafnaður halli af rekstri ríkissjóðs samtals 9,3 billjónir dala á næsta áratug, eða 2,3 billjónum dala meira en áður var ráðgert, að því fram kemur í rannsókn Congressional Budget Office.

Á fréttavef New York Times kemur fram að ef efnahagsáætlun Obamas til viðreisnar efnahagslífinu gengur eftir muni það þýða 4,9 billjón dala aukningu í fjárlagahallanum.

Sú staðreynd geti haft pólitískar afleiðingar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert