Snéri sér til Guðs en ekki flugturnsins

Túnískur flugmaður hefur verið dæmdur til tíu ára fangelsisvistar eftir að hann lét neyðaráætlun flugfélags síns lönd og leið er flugvél sem hann stjórnaði hóf að missa hæð árið 2005.

Í stað þess að senda út hjálparbeiðni til flugturnsins lagðist flugmaðurinn á bæn. Atvikið átti sé stað um borð í vél flugfélagsins Tuninter úti fyrir strönd Sikileyjar og er rakið til þess að vélin hafi verið við það að verða bensínlaus. 

Flugmaðurinn lenti síðan vélinni á hafi úti fyrir Sikiley en í nauðlendingunni létu 16 af 39 farþegum og áhafnarmeðlimum um borð lífið.

Í dómi yfir manninum segir að hann hafi bæði brotið reglur um viðbrögð í neyð með því að senda ekki út hjálparbeiðni og tekið ranga ákvörðun er hann ákvað að lenda á hafi fremur en að reyna að komast til næsta flugvallar.

Bensínleysið er hins vegar ekki rakið til bilunar í bensínmæli.

Í kjölfar atviksins var flugleyfi Tuninter flugfélagsins til og frá Ítalíu aftur kallað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert