Barnavagnabylting yfirvofandi

Í Riga í Lettlandi
Í Riga í Lettlandi Reuter

Félagsmálaráðuneytið í Lettlandi hefur lagt til að börn undir eins árs aldri fái ekki barnabætur og er þetta liður í niðurskurði vegna slæms efnahagsástands.

Lettar hafa fengið alþjóðleg lán upp á 7,5 milljarða evrur án þess að þurfa að fara að kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um gengisfellingu, að því er segir á viðskiptavefnum e24.se. Í staðinn þurfa Lettar að beita miklum niðurskurði.

Mömmuklúbburinn svokallaði, sem í eru um 20 þúsund foreldrar, hyggst mótmæla niðurfellingu barnabóta. Félagar í klúbbnum hyggjast streyma út á götur og torg með barnavagnana sína og mótmæla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert