Obama fær matjurtagarð

Michelle Obama undirbýr matjurtagarð við Hvíta húsið
Michelle Obama undirbýr matjurtagarð við Hvíta húsið Reuter

Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur tekið fyrstu skóflustunguna að nýjum matjurtagarði við Hvíta húsið í Washington. Uppskeran verður á borðum fyrir forsetafjölskylduna og einnig í opinberum veislum.

Forsetafrúin setti niður fræ í matjurtagarðinn ásamt grunnskólabörnum. Garðurinn, sem er rúmlega 100 fm, á að vera umhverfisvænn og í honum eiga að vera nokkrir tugir grænmetistegunda auk berjategunda. Kokkar munu svo matreiða matjurtirnar.

Hugmyndin að matjurtagarði við Hvíta húsið er ekki ný. Frá því í stjórnartíð Bills Clintons hafa umhverfissinnar barist fyrir matjurtagarði við forsetabústaðinn. Nú vonast þeir til þess að fleir fari að dæmi forsetafrúarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert