Ljós slökkt í borgum víða um heim

Ljós voru slökkt í borgum víða um heim í gærkvöldi til að vekja athygli á umhverfismálum. Um var að ræða táknræna orkusparnaðaraðgerð og er talið að allt að milljarður manna um allan heim hafi slökkt rafmagnsljós sín.

Ljósin voru m.a. slökkt í höfninni í Sydney, Empire State byggingunni, pýramídunum í Egyptalandi, Akropólishæð í Aþenu, þinghúsinu í Lundúnum, Eiffelturninum í París, Niagarafossunum, spilavítunum í Las Vegas og Fuglshreiðrinu í Peking.

Ljósin voru fyrst slökkt fyrir tveimur árum í Sydney og þá tóku 2,2 milljónir manna þátt. Nú voru ljósin slökkt í 3929 borgum, bæjum og þorpum um allan heim. 

Andy Ridley, sem stýrir átakinu, segir að með því sé reynt að fá almenning um allan heim til umhugsunar um hvað sé hægt að gera til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert