Handteknir vegna vopnafundar

Í London
Í London Reuter

Fimm manns hafa verið handteknir í suðvesturhluta Englands eftir að lögregla fann vopn og sprengiefni við húsleit. Fimmmenningarnir hugðust taka þátt í mótmælum vegna fundar 20 helstu ríkja heims, G20-fundarins, sem hefst í London á fimmtudag.

 „Ég held að það hafi frekar átt að nota sprengiefnin til þess að valda usla, heldur en að meiða eða drepa,“ sagði heimildarmaður innan lögreglunnar við breska blaðið The Guardian.

Scotland Yard hefur gefið út margar viðvaranir vegna fyrirhugaðra mótmæla sem gert er ráð fyrir að lami hluta af London á meðan á fundinum stendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert