Óvíst um framtíð ráðherra vegna klámmynda

Jacqui Smith er lengst til vinstri.
Jacqui Smith er lengst til vinstri. Reuter

Óvíst er um framtíð Jacqui Smith, í embætti innanríkisráðherra Bretlands, eftir að upp komst að eiginmaður hennar hafi látið hana, og þar með skattgreiðendur, borga reikninga fyrir klámmyndir sem hann horfði á. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Eiginmaðurinn Richard Timney starfar sem skrifstofustjóri eiginkonu sinnar og var það hann sem rukkaði ríkið fyrir aðgang að myndunum. Hann hefur beðist afsökunar á þeirri hneisu sem hann hafi valdið henni. Þá hefur Smith beðist afsökunar á því að hafa gert mistök með því að blanda sama einkareikningum sínum og opinberum reikningum.

Um er að ræða greiðslu vegna leigu á tveimur klámmyndum, myndinni "Ocean's 13" og barnamyndinni "Surf's Up".

Meintur svik innanríkisráðherrans vegna íbúðarhúsnæðis er einnig til rannsóknar en hún hefur rukkað ríkið um 116.000 pund vegna tvöfalds heimilishalds í  tengslum við embætti sitt . Hún er hins vegar skráð á heimili systur sinnar auk heimilis fjölskyldu sinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert