Mótmæli færast til Strassborgar

Lögregla í Strassborg í Frakklandi handtók í dag um 100 grímuklædda mótmælendur eftir að átök brutust ut í miðborginni. Leiðtogafundur NATO hefst í Strassborg í morgun. Í dag handtók lögregla í Lundúnum yfir 100 manns í kjölfar mótmælaaðgerða í tengslum við leiðtogafund G20 ríkjanna þar. 

Mótmælendur í Strassborg notuðu tréprik til að berja á strætisvagnaskýlum. Engan sakaði í átökunum og undir kvöld var orðið friðsælt í miðborginni.  

Mótmælin í Lundúnum í dag þóttu frekar friðsamleg en um 400 manns söfnuðust saman í miðborginni til að mótmæla fátækt, stríði og fjármálakerfi, sem sagt var hafa brugðist venjulegu fólki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert