Blendnir dómar um frammistöðu Obama

Barack Obama.
Barack Obama. Kevin Lamarque

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fór í morgun frá Bretlandi þar sem fundi leiðtoga G20 ríkjanna er lokið. Honum gefst hins vegar lítið tækifæri til að slaka á þar sem við tekur NATO fundur í Frakklandi og Þýskalandi.

Í dag birtust blendnir dómar um frammistöðu Obama á G20 fundinum í fjölmörgum bandarískum blöðum. „Eftir að hafa fylgst með George W. Bush, fyrrverandi forseta, kúga nánustu vinaþjóðir landsins og afla sér óvildar þeirra svo árum skiptir, vorum við fegin að sjá Hr. Obama sýna nærgætni,“ segir í leiðara The New York Times. „Við óttumst hinsvegar að nú sé hvorki rétti tíminn né rétti málstaðurinn til að halda aftur af sér. Ef heimshagvöxturinn heldur áfram að minnka - og það bendir allt til þess - verður forsetinn að fara að sýna meiri hörku.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert