Myrti systur sína undir yfirskyni „sæmdarmorðs"

Nítján ára jórdanskur piltur hefur verið ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði en hann stakk systur sína til bana. Segir hann að hún hafi ítrekað farið út af heimilinu án þess að fá heimild til þess. Pilturinn gaf sig fram við lögreglu í gær og sagðist hafa myrt 22 ára gamla systur sína í borginni Sahab í Jórdaníu.

Viðurkenni pilturinn að hafa stungið hana ítrekað víðsvegar um líkamann og segir hann að hann hafi viljað hreinsa nafn fjölskyldunnar og verja sæmd hennar. Krufning hefur leitt í ljós að stúlkan var hrein mey. Dauðarefsing liggur við morði í Jórdaníu en í þeim tilvikum þar sem um „sæmdarmorð" er að ræða er dómurinn yfirleitt mun vægari og þá sér í lagi ef fjölskylda fórnarlambsins fellur frá ákæru á hendur morðingjanum.Á hverju ári eru 15-20 konur myrtar í Jórdaníu undir því yfirskyni að morðinginn sé að verja heiður fjölskyldunnar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert