Óttaðist kennara sinn og stökk

Egypsk grunnskólastúlka slasaðist alvarlega eftir að hún stökk út um glugga á þriðju hæð skólans í dag. Að sögn þarlendra fjölmiðla óttaðist stúlkan viðbrögð kennara síns þar sem hún hafði ekki unnið heimavinnuna sína. Hún var flutt á héraðssjúkrahús Kafr el-Sheik, norður af Cairo, og liggur þar þungt haldin.

Ótti ungu stúlkunnar við kennara sinn var ekki endilega ástæðulaus. Í október sl. dó 11 ára nemandi eftir að kennari sparkaði í maga hans. Nemandinn kom ólærður til kennslustundar. Kennarinn var dæmdur fyrir manndráp og hlaut sex ára fangelsi.

Í síðasta mánuði hellti svo framhaldsskólakennari sjóðandi vatni yfir nemanda sinn eftir að hann truflaði kennarann sem var í pásu á kennarastofunni. Kennarinn var handtekinn en hefur ekki verið dæmdur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert