Nasrallah staðfestir tengsl við Egyptaland

Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hizbollah samtakanna, hefur staðfest að maður sem var handtekinn í Egyptalandi grunaður um valdaránsáform, sé liðsmaður samtakanna. Hann vísar því hins vegar á bug að það sé stefna samtakanna að hrekja ríkistjórn Egyptalands frá völdum.

Maðurinn sem um ræðir, Sami Shihab, er einn 49 manna sem handteknir hafa verið í Egyptalandi sakaðir um að leggja á ráðin um að efna til upplausnar í landinu og knýja þannig fram byltingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert