Samdráttur 5. mánuðinn í röð

Útflutningur hefur dregist saman fimm mánuði í röð, samanborið við …
Útflutningur hefur dregist saman fimm mánuði í röð, samanborið við sama mánuð ári áður. Reuters

Útflutningur frá Kína var 17,1 prósent minni á þessu ári miðað við í fyrra samkvæmt tölum sem stjórnvöld í Kína birtu í dag. Þrátt fyrir skarpa lækkun milli ára þá er hún ekki eins mikil og mældist í febrúar en þá dróst útflutningur saman um rúmlega 25 prósent.

Lækkun á útflutningi er fyrst og fremst rakin til heimskreppunnar. Umsvif í kínverskum efnahag, sem hafa verið gríðarleg undanfarin ár, hafa dregist skarplega eftir því sem heimskreppan hefur dýpkað.

Greinendur, sem AFP-fréttastofan ræddi við, segja batamerki farin að sjást á kínverskum efnahag eftir skarpa dýfu undanfarna mánuði. Útflutningstekjur hafa minnkað um rúmlega 18 prósent að meðaltali undanfarna fimm mánuði.

Stjórnvöld í Kína hafa þegar tilkynnt um að þau ætli að setja um 500 milljarða dollara inn í kínverska hagkerfið til að liðka fyrir fjármögnun en líkt og annars staðar í heiminum, hefur aðgangur að fjármagni verið lítill eftir að lánamarkaður banka féll næstum alveg saman á haustmánuðum í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert