Lét myrða dóttur sína

Innflytjandi frá Azerbajdzhan hefur verið ákærður fyrir morð í rússnesku borginni Sankti-Pétursborg en hann réð leigumorðingja til þess að ráða dóttur sína af dögum þar sem hún gekk í míní-pilsi. Maðurinn var handtekinn eftir að tveir menn frá Azerbajdshan játuðu í síðustu viku að hafa myrt stúlkuna sem var 21 árs að aldri. 

Sögðu tvímenningarnir að faðir stúlkunnar hafi greitt þeim 100 þúsund rúblur fyrir morðið. Gaf hann þá skýringu á því hvers vegna hann vildi dóttur sína feiga þá að hún hafi brotið gegn hefðum heimalandsins hvað varðar klæðaburð og látið sjá sig úti í míní-pilsi. Stúlkan var nemi í læknisfræði. Hún var numin á brott þann 8. mars sl. og farið með hana út fyrir borgina og skotin tvívegis í höfuðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert