Slysið breytti kónginum

Hinrik VIII. Englandskonungur.
Hinrik VIII. Englandskonungur.

Hinrik VIII. Englandskonungur varð að grimmum, taugaveikluðum harðstjóra eftir slys við burtreiðar, að því er haldið er fram í nýrri heimildarmynd. 

Hinrik VIII., sem er einna helst þekktur fyrir kvensemi sína, breyttist úr örlátum íþróttaáhugamanni yfir í grimman og taugaveiklaðan harðstjóra eftir slysið, jafnframt því sem eiginkonunum tók að fjölga hratt.

Slysið átti sér stað í keppni við Greenwich Palace hinn 24. janúar árið 1536 þegar Hinrik VIII., sem þá var 44 ára, var fleygt af hesti sínum í fullum herklæðum.

Hesturinn var einnig í varnarbrynju og því níðþungur þegar hann féll á konunginn sem var fyrst ekki hugað líf eftir slysið.

Liðu tveir tímar áður en komst aftur til meðvitundar. 

Sagnfræðistöðin History Channel framleiddi myndina en þar eru leiddar líkur að því að eymsli á heila kunni að skýra þá breytingu sem varð á skapgerð konungsins eftir slysið.

Nánar er fjallað um málið á vef Independent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert