Þurrka að vænta í Afríku

Eyðisandar Sahara-eyðimerkurinnar.
Eyðisandar Sahara-eyðimerkurinnar.

Reikna má með tíðum þurrkum á svæðinu sunnan Sahara-eyðimerkurinnar á næstu áratugum, að því er haldið er fram í nýrri rannsókn. Loftslagsbreytingar eru taldar munu gera illt verra.

Bandarískir jarðvísindamenn og loftslagssérfræðingar hafa fundið út að þurrkar sem vara í nokkra áratugi og jafnvel aldir hafi verið reglan í Vestur-Afríku síðustu þrjár aldir. 

Síðasti langþurrkurinn af slíku tagi varði frá árinu 1400 fram til ársins 1750, að því er fram kemur í umfjöllun um rannsóknina í Science.

Rannsóknin er sú fyrsta þar sem þróun loftslags í Afríku á nokkur þúsund ára tímabili er rannsökuð en rannsóknin fór þannig fram að leir- og trjálög í Bosumtwivatni í Gana voru könnuð.

Jonathan Overpeck, jarðvísindamaður við University of Arizona, kom að rannsókninni sem hann telur sýna fram á að þessi heimshluti sé á mörkum þess að geta staðið undir núverandi landnotkun.

Ástandið gæti að hans mati orðið mun verra fyrir tilstilli loftslagsbreytinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert