Djúp kreppa í Finnlandi

Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands.
Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands. Reuters

Skuldir finnska þjóðarbúsins munu aukast umtalsvert og þjóðarframleiðslan að líkindum dragast saman um 5 prósent á árinu, að því er Matti Vanhanen, forsætisráðherra landsins, ráðgerir.

Vanhanen lét þessi orð falla í viðtali við Wall Street Journal þar sem hann boðaði jafnframt að skorið yrði niður í útgjöldum til velferðarmála.

Útilokaði hann ekki að samdrátturinn í ár gæti orðið enn meiri.

Skuldir þjóðarbúsins myndu aukast úr um 30 prósent af þjóðarframleiðslu í um 50 prósent, enda þyrfti ríkið að verja miklu fé til að örva hagkerfið.

Nálgast skuldirnar því það sem þær voru þegar hlutfallið fór í 60 prósent á síðasta áratug.

Stórfyrirtækið Nokia hefur farið afar illa út úr niðursveiflunni en hagnaður á fyrsta ársfjórðungi ársins í ár var 90 prósent minni en á sama tíma í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert