Cheney: Mistök að birta yfirheyrsluskýrslur

Dick Cheney, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna.
Dick Cheney, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna. AP

Dick Cheney, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, hefur hvatt bandarísku leyniþjónustuna CIA til að birta skýrslur sem hann segir sanna að harkalegar yfirheyrsluaðferðir, eins og vatnspyntingar, skili árangri. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Mikil umræða fer nú fram í Bandaríkjunum um slíkar yfirheyrsluaðferðir í kjölfar útkomu bókar lögfræðinga ríkisstjórnar George W. Bush þar sem þær eru réttlættar. Cheney segir útgáfu bókarinnar hafa verið mistök en að úr því sem komið sé verði CIA að birta skýrslur sínar. Án þeirra gefi bókin ekki heilstæða mynd af málinu. 

„Eitt af því sem truflar mig varðandi þessar opinberanir er það að þeir birta lögfræðiskýrslur en ekki skýrslur sem sýna þann árangur sem slíkar aðgerðir skiluðu,” segir hann í viðtali við Fox News.  

„Til eru skýrslur sem sýna nákvæmlega hvað við uppskárum sem afrakstur slíkra aðgerða. Þær hafa ekki verið gerða opinberar. Ég fer formlega fram á að það verði gert. Bandaríska þjóðin á rétt á því að skoða þær leyniþjónustuupplýsingar sem aflað var í tengslum við lögfræðilega umræðum um málið." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert