Alvarleg staða sögð blasa við í Bretlandi

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, verður væntanlega boðberi válegra tíðinda í …
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, verður væntanlega boðberi válegra tíðinda í dag. Reuters

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, neyðist til að greina frá alvarlegri stöðu breska hagkerfisins þegar hann kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í dag. Fram kemur á vef BBC að búist sé við því að greint verði frá alvarlegri skuldastöðu heimilanna og að kreppan í landinu sé sú versta á friðartímum.

Það þykir því líklegt að skattahækkanir verði boðaðar samhliða niðurskurði í ríkisútgjöldum árið 2011 þegar Darling kynnir viðreisnaráætlun sína.

Samkvæmt nýjum tölum frá bresku hagstofunni nema lánveitingar til breskra stjórnvalda um 90 milljörðum punda á þessu ári. Það er meira en gert var ráð fyrir í nóvember, eða sem nemur 12 milljörðum punda.

Á sama tíma hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn viðurkennt mistök þegar hann hélt því fram að Bretar stæðu frammi fyrir 200 milljarða punda reikningi fyrir að hafa veitt bönkum í landinu ríkisaðstoð.

Talsmaður breska fjármálaráðuneytisins segir að upphæðin hafi verið birt í nýlegri skýrslu sjóðsins fyrir mistök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert