Clinton aðvarar írönsk stjórnvöld

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings í …
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings í dag. Reuters

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Íranar verði beittir mjög hörðum refsiaðgerðum hafni þeir tilboði um viðræður um hina umdeildu kjarnorkuáætlun landsins.

Hún sagði við utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings að verið væri að undirbúa jarðveginn fyrir slíkar aðgerðir neiti Íranar að ganga til viðræðna eða verði ekkert að gert.

Clinton tók hins vegar fram að Bandaríkin væru reiðubúinn að ræða við Írana á málefnalegum grundvelli.

Írönsk stjórnvöld hafa vísað því á bug að þau hyggist smíða kjarnorkuvopn. Kjarnorkuáætlunin sé fyrst og fremst í friðsömum tilgangi.

Þau sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að þau séu tilbúin í uppbyggilegar viðræður með öðrum þjóðum. Írönsk stjórnvöld séu hins vegar ekki reiðubúin að hætta við kjarnorkuáætlun sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert