Yfirgáfu börnin vegna peningavandræða

Ina Caterina Remhof verður sennilega kærð fyrir vanrækslu á börnum …
Ina Caterina Remhof verður sennilega kærð fyrir vanrækslu á börnum sínum.

Þýska parið sem stakk af frá þremur börnum sínum á pizzastað á Ítalíu síðustu helgi segist hafa yfirgefið þau vegna þess að þau áttu enga peninga. Þau segjast hafa þurft að borða út ruslafötum og ákveðið að yfirgefa börnin þegar þau voru byrjuð að gráta vegna hungurs. 

Lögreglan óttaðist framan af að fólkið myndi ekki finnast á lífi þar sem bíll þeirra fannst yfirgefinn og í honum dagbók þar sem fjárhagsvandræðum fjölskyldunnar var lýst.  Lögregla segir að parið hafi virst vera fegið þegar þau fundust yfir að flóttanum væri lokið. Móðirin, Ina Caterina Remhof, hafi strax byrjað að spyrja hvort börnin væru ekki örugg og hafi byrjað að gráta þegar henni var sagt að sennilega yrðu þau tekin af henni.

Móðirin segist hafa verið sannfærð um að best væri að skilja börnin eftir því þau yrðu örugglega „send aftur til Þýskalands þar sem ég gæti síðar fundið þau aftur þegar ég hefði safnað einhverjum peningum.“ Unnusti hennar er eftirlýstur fyrir að hafa brotið skilorð en faðir þeirra situr í fangelsi fyrir illa meðferð á fjórða barninu sem leiddi til dauða þess. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert