Of seint að hindra útbreiðslu

Á Cancun flugvellinum í Mexíkó upplýsir Javier SuArez Estrada nýlenta …
Á Cancun flugvellinum í Mexíkó upplýsir Javier SuArez Estrada nýlenta farþega um til hvaða ráðstafana þeir eigi að grípa til þess að forðast hugsanlegt smit. VICTOR RUIZ

Aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), Keiji Fukuda, telur ógerningur að hindra frekari útbreiðslu svínflensunnar og hvetur þjóðir heims þess í stað til þess að skerpa á viðbrögðum sínum og draga úr áhrifum flensunnar með öllu móti. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

WHO hækkaði í gærkvöldi viðbúnaðarstig vegna svínaflensu úr þremur í fjögur á neyðarfundi sérfræðinga stofnunarinnar. Viðbúnaðarstig fjögur þýðir að veiran  hafi þróað með sér hæfileika til að bersat á milli fólks og geti valdið staðbundnum faraldi. Kerfi WHO er í sex stigum og því vantar aðeins tvö stig upp á að lýst verði yfir heimsfaraldri.

Talið er að 152 manns hafi látist vegna veirunnar í Mexíkó, en þess ber að geta að aðeins tuttugu tilfelli er staðfest. Mildari afbrigði svínaflensunnar hafa greinst í Bandaríkjunum, Kanada, Spáni og Bretlandi. 

Að sögn Keiji Fukuda mælir WHO ekki með því að landamærum verði lokað eða takmarkanir settar á ferðafrelsi fólks.  „Það myndi ekki hafa nein áhrif, þar sem veiran hefur þegar dreift sér til margra landa,“ er haft eftir honum á fréttaveitu AP.

WHO hvetur þó alla sem sýna einkenni flensusmits áður en til ferðalags kemur að fresta ferðalögum sínum út fyrir landsteinana, en þeim sem verða slappir eftir ferðalag að leita til læknis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert