Átta ára stúlka fær skilnað

Átta ára stúlku í  Sádí Arabíu hefur veittur lögskilnaður. Mál stúlkunnar komst í hámæli fyrir nokkru, en faðir hennar hafði selt hana í hjónaband manni á sextugsaldri til þess að losna undan skuldum sínum við manninn.

Móðir stúlkunnar krafðist ógildingar hjónabandsins, en dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að slíkt ætti ekki að veita og að stúlkan gæti sjálf sótt um lögskilnað þegar hún væri orðin kynþroska. Sú niðurstaða vakti hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Alþjóðlegir mannréttindahópar gagnrýndu málið harklega og erlendir ríkiserindrekar töluðu máli stúlkunnar við stjórnvöld í Sádí Arabíu. 

Málið var því aftur tekið upp hjá nýjum dómara í bænum Onaiza og þar komust málsaðilar að samkomulagi um að hjónabandinu skyldi slitið. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert