Banna innflutning á selaafurðum

Selveiðar við Kanada
Selveiðar við Kanada Reuters

Evrópuþingið samþykkti í dag bann við innflutningi á selaafurðum innan ríkja Evrópusambandsins. Er þetta gert í mótmælaskyni við þær aðferðir sem notaðar eru við selaveiðar í Kanada. Hafa stjórnvöld í Kanada hótað því að leggja fram formlega kvörtun til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar vegna bannsins.

Telur Evrópuþingið að þær aðgerðir sem notaðar eru veiðarnar séu miskunnarlausar. Þrátt fyrir bann Evrópusambandsins þá útilokar það ekki útflutning Kanadamanna til Noregs, Rússlands og Kína en ríkin þrjú eru helstu kaupendur selaafurða frá Kanada.

Þetta hefur hins vegar þau áhrif að selskinn verður útilokað í tískuiðnaðinum í ríkjum ESB. 

 Rob Cahill, hjá Fur Institute of Canada, segir að þetta geti haft þau áhrif að mjög dragi úr sölu á selskinnum í heiminum. 

Segir á fréttavefnum CBC að bannið geti ekki komið á verri tíma þar sem forsætisráðherra Kanada, Stephen Harper, muni síðar í vikunni eiga fund í Prag þar sem rædd verða aukin viðskiptatengsl Kanada og ESB.

Alls greiddu 550 þingmenn á Evrópuþinginu með banni en 49 voru á móti því við atkvæðagreiðsluna í Strassborg í morgun. Bannið tekur gildi þegar selveiðitímabilið hefst að nýju í Kanada á næsta ári.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert