Aðeins ein leið fær í Palestínu

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að engin önnur leið sé fær í deilunni fyrir botni miðjarðarhafs, en að stofnað verði sjálfstætt ríki Palestínumanna, svokölluð tveggja ríkja lausn. Þetta sagði hún eftir fund með Abdullah II, Jórdaníukonungi, í dag.

Bæði sögðu þau á blaðamannafundi í dag að þau vonuðust til þess að Obama Bandaríkja forseti myndi færa nýjan kraft í friðarferlið í Palestínu, en hann á von á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í opinbera heimsókn til Washington þann átjánda maí. Deutsche Welle greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert