Svindlaði Gordon Brown?

Gordon Brown í heimsókn í skóla í London í vikunni.
Gordon Brown í heimsókn í skóla í London í vikunni. Reuters

Blaðið The Daily Telegraph birti í dag upplýsingar um fjármál nokkurra af ráðherrum Verkamannaflokksins og virðast þeir hafa farið á ystu nöf í fjármálasiðferði til að auka tekjurnar. Gordon Brown forsætisráðherra skilaði m.a. inn kvittunum vegna þrifa á heimili sínu sem bróðir hans fékk greitt. Var um að ræða kostnað upp á 6.577 pund á nokkrum mánuðum árið 2006.  

 Ekki er talið að um bein brot á reglum þingsins sé að ræða. En vefsíða The Guardian segir að málið muni vekja spurningar um rétt þingmanna til að fá 24.000 punda styrk vegna kostnaðar við að reka íbúðarhúsnæði á tveim stöðum. Jack Straw dómsmálaráðherra varð að endurgreiða fé sem hann hafði fengið vegna of hárra reikninga sem hann sendi inn fyrir borgun á húsnæðiskostnaði og afborgunum veðlána.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert