Ávarpar múslíma í Egyptalandi

Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. Reuters

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til Egyptalands í næsta mánuði. Þar mun hann ræða tengsl Bandaríkjanna við múslíma, en margir hafa beðið eftir þeirri ræðu forsetans. Talsmenn Hvíta hússins greindu frá þessu.

Obama er væntanlegur til Egyptalands 4. júni. Daginn eftir mun hann heimsækja Dresden í Þýsklandi og skoða útrýmingarbúðir nasista í Buchenwald.

Forsetinn lagði á það áherslu í kosningabaráttu sinni að hann myndi ávarpa múslíma og ræða tengsl þeirra og Bandaríkjanna fljótlega eftir embættistöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert