Vill stöðva loftárásir

Robert Zoellick (fyrir miðju), yfirmaður Alþjóðabankans, tekur í hendur Hamids …
Robert Zoellick (fyrir miðju), yfirmaður Alþjóðabankans, tekur í hendur Hamids Karzais (t.v.) og forseta Pakistans, Asif Ali Zardari, í Washington í dag. Forsetarnir tveir hafa einnig átt fund með Barack Obama forseta í heimsókn sinni í höfuðborg Bandaríkjanna. Reuters

Hamid Karzai, forseti Afganistans, hvatti í dag til þess að Bandaríkjamenn hættu að beita loftárásum í baráttunni gegn Talíbönum. Sagði hann að Bandaríkjamenn ættu sök á því að um 130 óbreyttir borgarar hafi látið lífið.

 ,,Við erum sannfærðir um að loftárásir eru ekki áhrifarík leið í baráttu gegn hryðjuverkum, þær valda fremur mannfalli í röðum óbreyttra borgara," sagði Karzai.  Fulltrúar bæði Bandaríkjamanna og Afgana rannsaka nú atburðinn í Bala Buluk Lögregla á staðnum segir að um 100 manns hafi fallið, þar af 25-30 Talíbanar en hinir óbreyttir borgarar.

Karzai vísaði á bug tilgátum um að Talibanar hafi sjálfir átt sök á dauða óbreyttra borgara á staðnum með því að fleygja handsprengjum að þeim. Hann sagði að Afganar vildu sigra hryðjuverkamenn endanlega og gera það í samstarfi við Bandaríkjamenn, fólk hefði því sýnt mikla þolinmæði gagnvart mannfallinu af völdum loftárásanna.

 ..En því fleiri sem atburðir af þessu tagi verða þeim mun minni verður skilningurinn í Afganistan," sagði Karzai. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert