Tveir með flensu í Noregi

Norsk yfirvöld tilkynntu í kvöld að tveir Norðmenn hefðu smitast af svonefndri svínainflúensu. Um er að ræða námsmenn á þrítugsaldri, karl og konu, sem hafa stundað nám í Mexíkó en eru nú í Noregi.

Að sögn norskra fjölmiðla veiktist fólkið í vikunni en þó ekki alvarlega og þau eru bæði á batavegi. Ættingi annars þeirra hefur einnig veikst en ekki hefur verið staðfest að um sé að ræða inflúensu af H1N1 stofni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert