Verða að borga fyrir innritun

Reuter

Farþegar með lágfargjaldaflugfélaginu Ryanair verða frá og með 1. október að innrita sig í flug á netinu. Fyrir innritunina verða farþegar að greiða 5 evrur eða um 850 krónur miðað við gengi dagsins í dag.

Farangurinn verða farþegar að afhenda á ákveðnum svæðum á flugvöllum. Með þessu fyrirkomulagi losnar Ryanair við að greiða 10 evra innritunargjald, um 1.700 krónur, fyrir hvern farþega sem flugvellirnir krefjast af flugfélögum.

Farþegar sem gleyma kortinu sem þeir fá við innritunina verða að greiða 40 evrur eða um 6.800 krónur.

Ryanair hefur hugleitt ýmsar sparnaðarleiðir að undanförnu. Meðal annars hefur lagt til að farþegar greiði fyrir notkun salernis í flugvélunum og að mjög þungir farþegar greiði aukagjald.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert