Taka yfir pastaverksmiðju

Hugo Chavez, forseti Venesúela.
Hugo Chavez, forseti Venesúela. Reuters

Stjórnvöld í Venesúela hafa tímabundið tekið yfir pastaverksmiðju bandaríska matvælarisans Cargill. Ástæðan er sögð ágreiningur um framleiðslukvóta á ódýru pasta.

Rafael Coronado, aðstoðarmatvælaráðherra í stjórn Hugo Chavez forseta, greindi frá yfirtökunni á ríkissjónvarpsstöð þar sem hann sagði verksmiðjuna ekki hafa uppfyllt magnkröfur um framleiðslu á pasta sem er selt á lægra verði samkvæmt fyrirskipun ríkisins.

Í skoðun fulltrúa ríkisstjórnarinnar á fimmtudag kom í ljós að 41 prósent framleiðslunnar uppfylltu skilyrði stjórnarinnar en þar með voru 59 prósent hennar á skjön við kröfur yfirvalda.

Stjórnvöld munu stjórna verksmiðjunni í 90 daga og síðan ákveða framhaldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert