Ný gyðingabyggð á Vesturbakkanum

Ísraelskir hermenn fylgjast með mótmælendum við gyðingabyggðina Kiryat Arba við ...
Ísraelskir hermenn fylgjast með mótmælendum við gyðingabyggðina Kiryat Arba við Hebron á Vesturbakkanum. Reuters

Ísraelar hafa hafið byggingu nýrrar gyðingabyggðar á Vesturbakkanum en 26 ár eru frá því síðast var ráðist í byggingu nýrrar gyðingabyggðar þar. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Landnemabyggðir gyðinga á Vesturbakkanum eru mjög umdeildar og á  undanförnum áratugum hafa allar samþykktar byggingaframkvæmdir gyðinga þar verið í eldri landnemabyggðum eða nágrenni þeirra.

Drög að nýju landnemabyggðinni Maskiot voru lögð fyrir þremur árum er Amir Peretz, þáverandi varnarmálaráðherra Ísraels, lagði til að herstöð yrði breytt í landnemabyggð fyrir gyðinga sem fluttir voru burt frá gyðingabyggðum á Gasasvæðinu. Ekkert hefur þó orðið af framkvæmdum fyrr en nú vegna þrýstings frá fyrri stjórnvöldum í Bandaríkjunum.

Athygli vekur að greint er frá framkvæmdunum sama dag og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, mun hitta Barack Obama Bandaríkjaforseta í Washington. 

Samkvæmt upplýsingum Ísraelska hersins hefur verið gefið út byggingarleyfi fyrir tuttugu byggingum og er framkvæmdir þegar hafnar. 

Ísraelsku samtökin The Peace Now segja þetta staðfestingu þess að  stjórn Netanyahus hyggist ekki styðja stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. „Leiðin er sú að byggja landnemabyggðir og neyða okkur öll, araba og gyðinga til að búa saman í einu ríki,” segir Yariv Oppenheimer, formaður samtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Smart föt, fyrir smart konur !
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...