Ráðhúsklukkurnar í Evróvisjónstuði

Ráðhúsið í Ósló.
Ráðhúsið í Ósló. mbl.is/Golli

Noregur er enn í Evróvisjónvímu eftir sigur Alexanders Rybek í söngvakeppninni í Moskvu á laugardag. Meira að segja klukkurnar í ráðhúsinu í Ósló eru í Evróvisjónham og á hádegi í dag léku þær sigurlagið Fairytale í stað hefðbundinna klassískra tónverka. 

Björn Risvik, tæknistjóri ráðhússins, segir að lagið verði leikið einu sinni á dag í allt sumar. Hann segir að lagið sé tiltölulega einfalt og því hafi ekki verið erfitt að útsetja það fyrir klukkurnar.

Reglulega er skipt um lög sem leikin eru af klukkum ráðhússins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert