Franskir bændur mótmæla

Franskir bændur mótmæltu lækkun á mjólkurverði í morgun
Franskir bændur mótmæltu lækkun á mjólkurverði í morgun Reuters
Bændur mótmæltu víða á götum úti í borgum og bæjum í Frakklandi í morgun. Ástæða mótmælanna er lækkandi verð á mjólk til bænda í ríkjum Evrópusambandsins. Michel Barnier, landbúnaðarráðherra Frakklands, segir að greiðslur til bænda verði ræddar á fundi landbúnaðarráðherra ESB á mánudag og skipaði tvo sáttasemjara á vegum ríkisins til þess að ræða kröfur franskra bænda.

Franskir bændur fá nú greiddar 210 evrur fyrir 1.000 lítra af mjólk sem er 30% minna heldur en þeir fengu fyrir mjólkurlítrann í apríl í fyrra. Verð á mjólk og mjólkurafurðum hefur lækkað mikið í ríkjum ESB að undanförnu vegna lækkunar á matvælaverði í ríkjum ESB.

En það voru ekki bara bændur sem tóku þátt í mótmælunum heldur mættu þeir með kýr í mótmælin og helltu niður mjólk á götum úti. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Notalegir inniskór
Notalegir inniskór Teg. 005 - stærðir 37-42- verð kr. 4.500,- Teg. 629 - stærðir...
Dúskar með smellu Þvottabjörn
Til sölu mjög fallegir dúskar ekta þvottabjarnaskinn eru með smellu verð 1800kr ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...