Pólverjar stefna enn á evruna

Jan Vincent-Rostowski, fjármálaráðherra Póllands.
Jan Vincent-Rostowski, fjármálaráðherra Póllands.

Sú stefna pólsku stjórnarinnar að taka upp evruna stendur óhögguð eftir bankahrunið. Upptökunni kynni hins vegar að seinka um einhvern tíma. Hann telur ekki óhugsandi að af upptöku verði árið 2012.

Barnalegt sé að ætla að fjármálakreppan hafi engin áhrif á þessa ráðagerð. Meðal þess sem þurfi að gera sé að breyta stjórnarskránni.

Þetta kemur fram í viðtali Financial Times við Jan Vincent-Rostowski, fjármálaráðherra Póllands, þar sem ráðherrann rekur hvernig pólska þjóðarbúið standi tiltölulega vel.

Skuldsetning þess sé miklu mun minni en til dæmis hjá Bretum og Ungverjum og að ekki sé ætlunin undir hans stjórn að auka skuldsetningu frekar.

Viðtalið, sem er á ensku, má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert