Tveir látnir í New York

mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Kona á sextugsaldri lést um helgina af völdum svínaflensu (H1N1) í New York og er það önnur manneskjan sem lætur lífið af völdum flensunnar í borginni og sú ellefta í Bandaríkjunum. Á sunnudag voru 280 staðfest tilfelli svínaflensu í borginni og 94 höfðu verið lagðir inn á spítala fram til dagsins í dag.

Að sögn Jessica Scaperootti, talsmanns heilbrigisstofnunar New York borgar ætti fólk sem er með aðra heilsukvilla eins og sykursýki eða ónæmissjúkdóma og finna fyrir flensueinkennum að leita læknis. Aðeins þeir sem hafi alvarleg einkenni flensunnar eins og andnauð ættu að leita til neyðarmóttöku.

Að sögn Scaperotti veikjast yfir 1.000 manns af árstíðabundinni flensu á hverju ári í New York. Hún sagði að eftir því sem veiran næði að dreifa sér myndi alvarlega veikum fjölga. Fyrsta tilfellið kom upp í borginn fyrir mánuði síðan.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að fram til síðasta föstudags hafi yfir 12.000 tilfelli svínaflensunnar greinst um víða veröld, þar af rúmlega helmingur í Bandaríkjunum. Í það minnsta 86 haffa látist, þar af 75 í mexíkó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert