Engir bílar við Times Square

Gangandi vegfarendur við Times Square.
Gangandi vegfarendur við Times Square. Reuters

Borgaryfirvöld í New York hafa ákveðið að banna bílaumferð í grennd við Broadway og Times Square. Bílar mega ekki aka á milli 42. og 47. strætis við Times Square og 33. og 35. strætis við Herald Square.

Embættismenn á vegum borgarinnar segja að þetta muni draga úr mengun og koma í veg fyrir að slys á gangandi vegfarandum. Einnig muni þetta draga úr umferð við torgið, sem hefur verið kallað „gatnamót heimsins“. 

Torgin eiga að vera hvíldarstaður fyrir ferðamenn og þá sem eru að versla í borginni.

Seint í gærkvöldi var vegatálmum komið upp við Broadway. Það á hins vegar að fagna þessum breytingum með formlegum hætti í dag.

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, hefur sagt að breytingarnar á Times Square, sem er þekkt fyrir umferðarteppur,  séu fyrir gangandi vegfarendur. 

„Þetta er gott fyrir umferðina, þetta er gott fyrir fyrirtækin og við teljum að þetta verði afar skemmtilegt,“ segir Janet Sadik-Khan, yfirmaður umferðarmála í New York, í síðustu viku.

Mannmergð við „gatnamót heimsins.“
Mannmergð við „gatnamót heimsins.“ Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert